MiFID

Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti, var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive eða svokölluð MiFID-tilskipun).

Tilskipunin var liður í sérstakri aðgerðaráætlun Evrópusambandsins á sviði fjármálamarkaða (e. Financial Services Action plan) sem miðaði að því að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu.

Reglur MiFID fela í sér ítarlegar form- og efnisreglur sem fjármálafyrirtækjum ber að gæta að í starfsemi sinni. Rík áhersla er lögð á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá er löggjöfinni ætlað að tryggja að viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf.

Fjármálaeftirlitið hefur birt upplýsingabækling um MiFID sem nálgast má hér.