Þjónusta T Plús

T Plús er sérhæft fyrirtæki á sviði bakvinnsluþjónustu. Verkefni félagsins byggja á fjórum stoðum og eru þau að mestu byggð á þjónustu við fjármálafyrirtæki, fagfjárfesta, lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignasparnaðar. Starfsfólk T Plús býr yfir margra ára starfsreynslu á fjármálamarkaði og hefur markað sér þá stefnu að veita bestu þjónustu sem völ er á fyrir sanngjarnt verð. 

Vörslu- og uppgjörsþjónusta

T Plús býður einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum upp á fjölmarga þjónustuþætti allt frá vörslu verðbréfa til alhliða bakvinnsluþjónustu sem felur í sér m.a. daglegan rekstur á verðbréfakerfum, uppgjöri og vörsluþjónustu, fyrirtækjaaðgerðir, afstemmingar, skýrsluskil, yfirlit, skattaþjónustu og prófanir á upplýsingakerfum.

Dæmi um þjónustuþætti:

 • Uppgjör fjármálagerninga
 • Varsla eigna
 • Afstemming eigna
 • Umsjón og frágangur fyrirtækjaaðgerða
 • Innheimta skuldabréfa og víxla
 • Móttaka og afhending eigna
 • Veðsetningar
 • Veðsetningar fyrir þriðja aðila
 • Vísitölu- og gengisskráningar
 • Regluleg viðskiptayfirlit
 • Skráningar stofnupplýsinga

Sjóðaþjónusta

T Plús býður upp á alhliða sjóðaþjónustu fyrir rekstrarfélög verðbréfasjóða.  Fyrirtækið hefur yfir að ráða upplýsingatæknikerfum sem gerir viðskiptavinum kleift að lækka rekstrarkostnað og ná fram hagræðingu í rekstri.  Sjóðaþjónusta felur m.a. í sér vörslu og uppgjör verðbréfa, útreikning gengis og ávöxtunar, eftirliti með fjárfestingarstefnum sjóða, bókhald og skýrsluskil til opinberra aðila.

Dæmi um þjónustuþætti:

 • Reikningshald
 • Gengisútreikningar
 • Ávöxtunarútreikningar sjóða og viðmið þeirra
 • Frávikagreining
 • Útgáfa hlutdeildarskírteina
 • Afstemmingar
 • Eftirlit með fjárfestingarstefnum sjóða
 • Skýrsluskil
 • Útreikningur og uppgjör umsýsluþóknana

Lífeyrisþjónusta

T Plús býður vörsluaðilum lífeyrissparnaðar upp á alhliða umsýslu fyrir séreignarsparnað. Vörsluaðilar sjá sjálfir um fjárfestingar og eignstýringu en T Plús heldur m.a. utan um réttindabókhald sjóðfélaga, gengisútreikning fjárfestingaleiða, afstemmingar, flutning milli vörsluaðila, skýrsluskil og útgreiðslur lífeyris.

Dæmi um þjónustuþætti:

 • Réttindabókhald
 • Móttaka og skráning samninga
 • Móttaka og skráning skilagreina
 • Innheimta iðgjalda
 • Afstemmingar á iðgjöldum
 • Útgreiðslur lífeyris
 • Gengisútreikningar

Lánaþjónusta

Eigendur lánasafna geta útvistað innheimtu þeirra til T Plús. Félagið tekur á móti þinglýstum lánasamningum og sér um innheimtu þeirra út líftímann eða fram að lögheimtu. Öll lán eru vistuð í lánakerfi í eigu T Plús. Viðskiptavinir sem útvista lánasöfnum til T Plús geta verið lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki.

Dæmi um þjónustuþætti:

 • Skilgreining lánasniðmáta
 • Skilgreining lánaflokka
 • Móttaka þinglýstra lánasamninga
 • Skráning lánasamninga í lánakerfi
 • Útgreiðsla lána
 • Afstemmingar
 • Lánayfirlit
 • Innheimta
 • Milliinnheimta
 • Skilmálabreytingar
 • Samskipti við RSK