Komi upp ágreiningur á milli viðskiptavinar og T Plús hf. og viðskiptavinur vill kvarta undan þjónustu félagsins skal hann senda erindi eða kvörtun til regluvarðar á netfangið regluvarsla@tplus.is. Regluvörður félagsins er Freyr Snæbjörnsson og mun hann leiðbeina viðskiptavini um ferli kvartana og þær upplýsingar sem hann þarf að veita.
Viðskiptavinir geta einnig leitað með ágreining sinn til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki, í samræmi við samþykktir nefndarinnar. Þessu til viðbótar getur viðskiptamaður leitað með ágreining til dómstóla.