Af hverju velja T Plús?

Saga T Plús hf. spannar tímabilið frá 2009 til dagsins í dag.  Það voru eigendur Saga Capital Fjárfestingarbanka, Íslenskra Verðbréfa og Stapa lífeyrissjóðs sem ákváðu að stofna T Plús hf. og útvista bakvinnslu til félagsins.  Regluleg starfsemi hófst í janúar 2011 með þjónustu við bæði Saga Capital og Íslensk Verðbréf.  Frá upphafi hafa vel flest verðbréfafyrirtæki landsins sótt þjónustu til T Plús auk sparisjóða, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og  fjölmörgra reksrarfélaga verðbréfasjóða.

Reynslumikið starfsfólk

Starfsfólk T Plús hefur margra ára starfsreynslu á fjármálamarkaði og hefur það markað sér þá stefnu að veita bestu þjónustuna sem völ er á. Mannauður er ein helsta fjárfesting T Plús.  Stjórnendur T Plús vita að lykilþáttur þess að fyrirtækið öðlist velgengni er mannauðurinn.  Kunnátta, viðhorf, gildi, hæfni þess og ekki síst hvatning stjórnenda hefur mikið að segja um starfsemi innan fyrirtækis og árangur þess.

Fjölmargir þjónustuþættir

T Plús býður upp á fjölmarga þjónustuþætti, allt frá varðveislu verðbréfa fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fagfjárfesta upp í daglega umsjón og rekstur verðbréfakerfa fyrir fyrirtæki með meiri verðbréfaumsvif svo sem banka og verðbréfafyrirtæki.  Þá er boðið er upp á ýmsar sérsniðnar lausnir  fyrir viðskiptavini.

Góð þjónusta

T Plús hefur markað sér þá stefnu að veita bestu þjónustu sem völ er á fyrir sanngjarnt verð.  Fyrirtækið leggur gríðarmikla áherslu á að vernda hagsmuni viðskiptavina sinna og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra á milli viðskiptavina fyrirtækisins innbyrðis og eins á milli fyrirtækisins sjálfs og viðskiptavina þess.  Hjá T Plús starfar samhentur hópur sem leggur sig fram um að veita frábæra þjónustu og leysa öll sín verk af hendi af heilindum og með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi.

Hagræðing  og gagnsæi í rekstri

Útvistun verkefna eykur hagræðingu og gagnsæi í rekstri viðskiptavinar.  Það getur verið kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki að fjárfesta í sérfræðikunnáttu eða byggja upp þá yfirgripsmiklu sérþekkingu sem þarf.  Með því að fá T Plús til þess að sjá um þjónustuna geta fyrirtæki beitt óskiptri athygli að kjarnastarfsemi sinni.  Viðskiptavinurinn sendir öll fyrirmæli rafrænt til þjónustusala sem eykur gagnsæi.