Samkvæmt 51. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga ber T Plús hf. að flokka viðskiptavini sína eftir reynslu þeirra og þekkingu á viðskiptum með fjármálagerninga. Um er að ræða þrjá flokka fjárfesta; almenna fjárfesta, fagfjárfesta og viðurkennda gagnaðila.
Viðurkenndur gagnaðili - Viðskiptavinur sem hefur flokkun sem viðurkenndur gagnaðili nýtur minnstrar verndar af öllum viðskiptavinum verðbréfafyrirtækja samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga. Á því er byggt að slíkur aðili hafi umfangsmikla reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu og þurfi þar af leiðandi ekki á jafnmikilli vernd og leiðsögn að halda og fagfjárfestir eða almennur fjárfestir
Fagfjárfestir - Viðskiptavinur sem flokkaður er sem fagfjárfestir er talinn búa yfir þeirri reynslu, þekkingu og sérfræðikunnáttu sem nauðsynleg er til að hann geti sjálfur tekið ákvarðanir um fjárfestingar sínar og metið þá áhættu sem þeim fylgir.
Almennur fjárfestir - Viðskiptavinur sem flokkaður er sem almennur fjárfestir nýtur mestrar verndar samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga. Í þessu felst meðal annars að T Plús hf. ber að veita slíkum viðskiptavini upplýsingar um fyrirtækið og þá þjónustu sem það býður upp á, þá viðskiptakosti sem eru í boði og þá áhættu sem fylgir þeim og þau gjöld og þóknanir sem fylgja hverjum viðskiptakosti.
Nánari upplýsingar má finna hér.