Meðferð kvartana

T Plús hf. leggur metnað í að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu. Hluti af þeirri þjónustu er að veita upplýsingar um það hvert viðskiptavinir eigi að snúa sér ef þeir telja sig hafa ástæðu til að kvarta yfir þjónustu félagsins.

Komi upp ágreiningur milli viðskiptavinar og T Plús hf getur viðskiptavinur sent T Plús hf. kvörtun.  Þær er hægt að bera fram með ýmsum hætti, s.s. með tölvupósti (tplus@tplus.is), bréfleiðis, með símtali eða á fundi.