Gildi, markmið og stefnur

Framtíðarsýn

T Plús ætlar sér að veita örugga og skjóta bakvinnsluþjónustu sem viðskiptavinir geta mælt með, fjármálageirinn horfir upp til og starfsmenn eru stoltir af

Gildi

 • Fagmennska:  Við sinnum störfum okkar af fagmennsku og áreiðanleika sem skilar sér í meiri gæðum og ánægju til viðskiptavina fyrir þá þjónustu sem við veitum.
 • Frumkvæði:  Við sýnum frumkvæði í okkar störfum.  Erum skapandi og nýtum þekkingu okkar og reynslu til að ná ennþá lengra.  Frumkvæði okkar skilar sér í betri árangri fyrirtækisins sem í framhaldinu skilar sér til viðskiptavina.
 • Liðsheild:  Við vinnum saman sem ein öflug liðsheild, vinnum með jákvæðu hugarfari og drifkrafti sem skilar sér í betri þjónustu og samskiptum við viðskiptavini.  Með góðri samvinnu nær hver og einn enn betri árangri.

Starfsmannastefna

 • Við ætlum okkur að vera góður og eftirsóttur vinnustaður.
 • Við erum fjölskylduvænt fyrirtæki og bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma.
 • Við stuðlum að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og kappkostum að samræma starfs- og fjölskylduábyrgð.
 • Við störfum í vinnuumhverfi sem er opið fyrir breytingum og nýjum hugmyndum.
 • Við leggjum áherslu á að upplýsingastreymi sé gott og að stefna og markmið fyrirtækisins séu starfsfólki ljós.
 • Við stuðlum að góðum starfsanda og leggjum áherslu á virðingu fyrir hvert öðru og viðskiptavinum okkar.
 • Við komum fram við aðra eins og við ætlumst til að aðrir komi fram við okkur.
 • Við erum ábyrgðarfull og hagsýn, berum hag viðskiptavinar fyrir brjósti og gætum að heiðarleika. Við förum með fjármuni fyrirtækisins með ábyrgum hætti.
 • Við leggjum allan okkar metnað í að standa okkur vel í öllu því sem við gerum.
 • Við höfum það ávallt að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og uppfylla þarfir viðskiptavina okkar á viðunandi hátt.